Fyrst ætla ég að óska bróður mínum og kærustunni hans innilega til hamingju með litla strákinn sinn. Það er nú ekki á hverjum degi sem maður verður föðursystir en það gerðist 11. febrúar síðast liðinn. Ég er búinn að hitta nýjasta fjölskyldumeðliminn og hann er algjör dúlla eins og vera ber. Hann er pinkulítill en það er nú bara við því að búast þar sem hann kom mánuð fyrir tímann. Móður og barni heilsast vel og það er blússandi hamingja í fjölskyldunni. Af mér og mínum nánustu er helst að frétta að sonurinn er búinn að ná sér í eyrnabólgu með tilheyrandi verkjum og háum hita, í annað skiptið á einum og hálfum mánuði. Hann er því aftur kominn á sýklalyf og ég er núna heima með hann á mánudegi en hann er búinn að vera inni frá því á fimmtudaginn en við ætlum að reyna að senda hann til dagmömmunnar á morgun. Hann er nú ekkert voðalega sáttur við að vera svona lengi inni. Áðan ætlaði ég að vera voða góð við hann og leyfa honum að koma með mér niður og sækja fréttablaðið. Hann var voða á...
Sögur úr úthverfinu