Já enn eitt árið og enn ein jólin eru á næsta leiti.
Þessi jól eru sérstaklega skemmtilegt þar sem sonur minn verður nú virkur þáttakandi í jólunum og einhvern veginn finnst mér ég vera að bæta upp fyrir síðustu jól þar sem einhvern veginn missti ég af stórum hluta þeirra. Nú í desember hef ég rekið mig á það að ég gerði ekki hitt og þetta síðustu jól og skildi ekkert í því. Ég bakaði ekki smákökur, ég föndraði ekkert (þó ég sé ekki hin mikla föndurkona þá er nú alltaf gaman að föndra eitthvað eitt fyrir jólin), keypti ekkert nýtt jólaskraut eða jólaljós þó mig vantaði það. Ég var að velta því fyrir mér af hverju ég gerði ekkert af þessu síðustu jól og allt í einu rann upp fyrir mér. Þá var ég með 1 og 1/2 mánaða gamalt barn og það komst ekkert að nema bleyjur, brjóstagjöf og svefnlausar nætur. Allt var svo nýtt og spennadi að ég næstum missti af jólunum.
Nú hef ég farið og föndrað með vinkonum mínum, fékk nýja jólastjörnu og jólahring, búinn að skreyta fullt og baka smákökur, meira að segja búinn að baka Sörur. Mér tókst líka að skrifa flest öll jólakortin en það tók hinsvegar fjórar vikur og ég á enn eftir að skrifa um 10 stk. Við fengum jólakortin um miðjan nóvember og ég er ekki enn búinn. Geri aðrir betur. Ég er hinsvegar búinn að kaupa flestar jólagjafirnar, þannig að ég verð nú ekkert voðalega stressuð þó að jólin komi á morgun.
Gleðileg jól!
Þessi jól eru sérstaklega skemmtilegt þar sem sonur minn verður nú virkur þáttakandi í jólunum og einhvern veginn finnst mér ég vera að bæta upp fyrir síðustu jól þar sem einhvern veginn missti ég af stórum hluta þeirra. Nú í desember hef ég rekið mig á það að ég gerði ekki hitt og þetta síðustu jól og skildi ekkert í því. Ég bakaði ekki smákökur, ég föndraði ekkert (þó ég sé ekki hin mikla föndurkona þá er nú alltaf gaman að föndra eitthvað eitt fyrir jólin), keypti ekkert nýtt jólaskraut eða jólaljós þó mig vantaði það. Ég var að velta því fyrir mér af hverju ég gerði ekkert af þessu síðustu jól og allt í einu rann upp fyrir mér. Þá var ég með 1 og 1/2 mánaða gamalt barn og það komst ekkert að nema bleyjur, brjóstagjöf og svefnlausar nætur. Allt var svo nýtt og spennadi að ég næstum missti af jólunum.
Nú hef ég farið og föndrað með vinkonum mínum, fékk nýja jólastjörnu og jólahring, búinn að skreyta fullt og baka smákökur, meira að segja búinn að baka Sörur. Mér tókst líka að skrifa flest öll jólakortin en það tók hinsvegar fjórar vikur og ég á enn eftir að skrifa um 10 stk. Við fengum jólakortin um miðjan nóvember og ég er ekki enn búinn. Geri aðrir betur. Ég er hinsvegar búinn að kaupa flestar jólagjafirnar, þannig að ég verð nú ekkert voðalega stressuð þó að jólin komi á morgun.
Gleðileg jól!
Ummæli