Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá 2005

Jólin koma

Já enn eitt árið og enn ein jólin eru á næsta leiti. Þessi jól eru sérstaklega skemmtilegt þar sem sonur minn verður nú virkur þáttakandi í jólunum og einhvern veginn finnst mér ég vera að bæta upp fyrir síðustu jól þar sem einhvern veginn missti ég af stórum hluta þeirra. Nú í desember hef ég rekið mig á það að ég gerði ekki hitt og þetta síðustu jól og skildi ekkert í því. Ég bakaði ekki smákökur, ég föndraði ekkert (þó ég sé ekki hin mikla föndurkona þá er nú alltaf gaman að föndra eitthvað eitt fyrir jólin), keypti ekkert nýtt jólaskraut eða jólaljós þó mig vantaði það. Ég var að velta því fyrir mér af hverju ég gerði ekkert af þessu síðustu jól og allt í einu rann upp fyrir mér. Þá var ég með 1 og 1/2 mánaða gamalt barn og það komst ekkert að nema bleyjur, brjóstagjöf og svefnlausar nætur. Allt var svo nýtt og spennadi að ég næstum missti af jólunum. Nú hef ég farið og föndrað með vinkonum mínum, fékk nýja jólastjörnu og jólahring, búinn að skreyta fullt og baka smákökur, meira...

Sætastur

Ég á svo sætan strák og hann er alveg að verða eins árs. Bara aðeins að monta mig af honum.

Skeyti

Byrjuð að vinna aftur á sama staðnum - stopp Flutt í Kópavoginn- stopp Búin að eignast lítinn strák sem var skírður Kristófer Óli - stopp Karlinn byrjaður í sálfræði í HÍ - stopp Kannski ekki endilega í þessari röð - stopp

Annáll?

Nú fer að verða komið ár síðan ég blöggaði síðast. Er bara að athuga hvort að þetta virki ennþá. Ekkert verður um annál í þetta skiptið en það er aldrei að vita nema maður taki upp þráðinn á nýjan leik. Koma tímar, koma ráð.