Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá ágúst, 2004

Lélegt ,,Comeback"

Endurkoma mín á blöggið ætlar að verða eitthvað léleg. Ekki búin að skrifa á hverjum degi síðan ég ákvað að byrja aftur að skrifa. En þetta er a.m.k. önnur færslan mín í ágúst! Mamma átti afmæli í síðustu viku þannig að við fórum til hennar í kaffi, köku og rúllutertubrauð þann 19. ágúst. Svo á ég afmæli í næstu viku, við sjáum nú til með hvað ég verð dugleg. Hef nú ekki verið þekkt fyrir mín verk sem húsmóðir. Ætli maður komi ekki með kökur eða brauð í vinnuna, ætla reyndar að taka mér sumarfrídag á sjálfan afmælisdaginn og gæti nú vel trúað því að það endaði með því að ég keypti bara eitthvað brauð í bakaríinu. Ótrúlegt samt hvað manni finnst alltaf spennandi þegar að það kemur einhver með smá í goggin á vinnustaðinn. Sama hvaða vinnustaður það er, eða a.m.k. allir þeir vinnustaðir sem ég hef unnið á, það eru kannski ekki margir staðir en nokkrir. Þannig að maður verður nú að standa sig þegar maður á afmæli.

Hvað gerðist sumarið 2004

Jæja þá er þögnin rofin. Ég ætla að reyna að skrifa eitthvað meira á þessa síðu en ég hef gert í sumar. Skrifaði síðast í maí. Sumarið 2004 hefur flogið áfram og ég hef lítið sem ekkert gert. Það litla sem við gerðum var vel myndað bak og fyrir og litlar myndir settar inná heimasíðu okkar sem við höfum hjá simnet. Sumarið hefur nefnilega farið í það að endurnýja baðherbergið okkar, sem er nú flísalagt í hólf og gólf og skipta út eldhúsinnréttingunni í eldhúsinu. Lítið annað hefur verið gert þetta sumarið. Það er búið að vera frábært veður og alveg veður til ferðalaga en þar sem ég fer í barneignarleyfi í byrjun október og hætti þá í raun einnig í vinnunni, þá ákvað ég að taka sumarfríið mitt með barneignarleyfinu og hef bara átt einn og einn dag og helgarnar hafa að mestu farið í framkvæmdir innandyra. Við höfum hinsvegar farið í góða bíltúra og göngutúra á kvöldin að mestu í Reykjavík. Farið í heimsóknir, ég fór á Pink tónleika með Möggu mákonu minni og svo hefur bumban haldið áfr...