Ég held barasta að það sé loksins komið sumar, eða a.m.k. vor. Eftir kuldakast og rok og í kjölfarið kvef, hósti og hiti, síðustu daga þá var helgin frábær. Yfir tíu gráður - sem er gott á Íslandi og meira að segja sól öðru hverju.
Á laugardaginn kíktum við á nýju íbúðna hjá Sigurborgu og Oddsteini og fórum svo í garðvinnu í Hörgatúnið. Siggi, pabbi og mamma voru að grafa upp og niður einhverjar snúrustaura á meðan ég stjórnaði!
Í dag hélt garðvinnan áfram hjá Sigga þar sem hann tók til í garðinum okkar eftir veturinn en ég fór í staðinn í bakaríið og tók aðeins til hérna innan dyra.
Við vorum svo boðin í vígslugrill (vígja nýja grilið) hjá Ingu og Ingólfi. Hamborgari með öllu, var það.
Eftir grillið fórum við svo í Laugarvegsbíltúr og komum við hjá Nínu og Sibba á Bergþórugötunni þar sem þau voru sveitt að pússa og flísaleggja. Vonandi geta þau fljótlega farið að flytja inn.
Annars eru nánast allir sem ég þekki, eða a.m.k. nokkrir að kaupa sér nýja íbúð, Jói bróðir hans S...
Sögur úr úthverfinu