Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2004

Garðvinna og grill

Ég held barasta að það sé loksins komið sumar, eða a.m.k. vor. Eftir kuldakast og rok og í kjölfarið kvef, hósti og hiti, síðustu daga þá var helgin frábær. Yfir tíu gráður - sem er gott á Íslandi og meira að segja sól öðru hverju. Á laugardaginn kíktum við á nýju íbúðna hjá Sigurborgu og Oddsteini og fórum svo í garðvinnu í Hörgatúnið. Siggi, pabbi og mamma voru að grafa upp og niður einhverjar snúrustaura á meðan ég stjórnaði! Í dag hélt garðvinnan áfram hjá Sigga þar sem hann tók til í garðinum okkar eftir veturinn en ég fór í staðinn í bakaríið og tók aðeins til hérna innan dyra. Við vorum svo boðin í vígslugrill (vígja nýja grilið) hjá Ingu og Ingólfi. Hamborgari með öllu, var það. Eftir grillið fórum við svo í Laugarvegsbíltúr og komum við hjá Nínu og Sibba á Bergþórugötunni þar sem þau voru sveitt að pússa og flísaleggja. Vonandi geta þau fljótlega farið að flytja inn. Annars eru nánast allir sem ég þekki, eða a.m.k. nokkrir að kaupa sér nýja íbúð, Jói bróðir hans S...

Kermit the frog

Já svona til að segja eitthvað þá tók ég smá test á netinu og hvaða Prúðuleikari haldið þið að ég hafi verið, jú enginn annar en Kermit froskur. You are Kermit the Frog. You are reliable, responsible and caring. And you have a habit of waving your arms about maniacally. FAVORITE EXPRESSIONS: "Hi ho!" "Yaaay!" and "Sheesh!" FAVORITE MOVIE: "How Green Was My Mother" LAST BOOK READ: "Surfin' the Webfoot: A Frog's Guide to the Internet" HOBBIES: Sitting in the swamp playing banjo. QUOTE: "Hmm, my banjo is wet." What Muppet are you? brought to you by Quizilla

Á fornar slóðir

Á föstudaginn lagði ég uppí langferð. Ég fór nenfilega alla leið á Hvolsvöll, minn gamla heimabæ. Ég fór þar á norrænan fund á vegum vinnunnar og var hann haldinn á mínum gamla vinnustað, Hótel Hvolsvelli. Já, það var heldur furðulegt að koma aftur eftir mörg ár á Hvolsvöll. Á leiðinni úr þorpinu þá keyrði ég framhjá gamla húsinu okkar en fannst ég þá vera búin að sjá nóg þannig að ég lagði bara af stað heim. Þetta var alveg stórfurðulegt. Ég keyrði fram og tilbaka á sama deginum og mér fannst það nú heldur mikið mál, hérna einu sinni þá kippti maður sér nú ekki upp við það að fara fram og til baka til Reyjavíkur á einum degi. Já, tímarnir breytast og mennirnir með.