Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2003
Uss suuss suss Mín ekki búin að vera sú duglegasta að skrifa uppá síðkastið. Eins gott að ég er bara með einn dyggan lesanda að síðunni. Maður er bara búin að vera að jólastússast svo mikið uppá síðkastið að maður nennir nú ekki að hanga á netinu daginn út og daginn inn. Ég hef verið að skreyta heima á Holtsgötunni og svo hef ég verið að föndra jólakort með Sigurborgu frænku. Einnig hef ég kíkt smá í búðir og eytt nokkrum þúsundkörlum og ég veit ekki hvað og hvað. Við Siggi fórum svo á myndina Love Actually um síðustu helgi með Ingólfi og Ingu. Gaman, gaman!!! Meira að segja svo gaman að ég fór bara og keypti geisladiskinn úr myndinni í gær. Í gær fórum við Siggi svo í jólaljósabíltúr þar sem ég setti á mig jólahúfuna, við létum jóladisk í geislaspilarann og svo kíktum við á öll jólaljósin sem íbúar Reykjavíkur hafa verið að keppast við að setja upp heima hjá sér. Er maður ekki bara kominn í jólaskap!
Busy busy Það er bara búið að vera svo mikið að gera hjá mér um helgina að ég hef hreynlega ekki mátt vera að því að skrifa hérna og það er reyndar ótrúlegt þar sem að ég gef mér nú yfirleitt tíma til að kíkja í tölvuna. Í stuttu máli Föstudagur: Frí í vinnunni, 2x í Smáralindina, 1X á Skólavörðustíginn og Laugarveginn Laugardagur: Bakaði Sörur með Sigurborgu og Sigrúnu vinkonu hennar. Horði í þriðja skiptið á How to loose a guy in 10 days með Sigurborgu og Díönu vinkonu hennar. Sunnudagur: American Style, Hagkaup Skeifunni, Rúmfatalagerinn, Kringlan, í mat hjá tengdó, jólaskrautið tekið upp! Og það var það.