Þjóðhátíðardagurinn sautjándi júní að kvöldi kominn og öll fjölskyldan er dauðþreytt. Eins og sönnum Íslendingum sæmir þá tókum við allan pakkan, s.s. skrúðganga, leiktæki, hoppukastali, máling í framan og að sjálfsögðu einnig fylgst með skemmtiatriðunum - svo eitthvað sé nefnt. Við fórum á Rútstún eins og sannir Kópavogsbúar, geymdum bílinn við Kópavogsskóla og drifum okkur í skrúðgönguna. Skemmtilegur dagur og enginn rigning (svona hér um bil). Ég minnist þess þó helst að hafa staðið í biðröðum við hin og þessi tæki en einkasonurinn var mjög ánægður. Enduðum í stautjándajúní kaffi hjá stórfjölskyldunni, nánar tiltekið hjá Gauja frænda og Huldu rétt hjá Rútstúni og löbbuðum svo til baka þar sem við sóttum bílinn. Hér eru nokkrar myndir af þjóðhátíðardeginum.
Feðgarnir í skrúðgögnu.
Á rútstúni, hvern þekkir þú?
Loksins í hoppukastalanum, eftir biðröðina miklu.
Framleiðsla á fígúrum.
KÓS var alveg viss um hvað hann ætlaði að láta mála framan sig, giskið þið svo!
Ok, hann vildi verða svartur hundur en endaði sem brúnn hundur þar sem svarti liturinn var búinn.
Mér var sagt af sérfræðingi í hundamálum að hann væri Cavalier!
Ok, hann vildi verða svartur hundur en endaði sem brúnn hundur þar sem svarti liturinn var búinn.
Mér var sagt af sérfræðingi í hundamálum að hann væri Cavalier!
Ummæli