Ég fór á námskeið í skartgripagerð í gær með vinkonu minni og skemmti mér konunglega. Mér tókst meira að segja að gera hálsmen sem ég ætla kannski með á árshátíðina eftir númlega viku. Það veltur þó á því hvort að hálsmenið verið tilbúið eða ekki þar sem mér tókst ekki alveg að klára það enda miklar pælingar um hálsmenið. Einnig var okkur kennt að búa til eynalokka og mér tókst að líka, ótrúlegt en satt. Verst að ég er ekki með göt í eyrunum. Hálsmenið sem ég bjó til er eitthvað í áttina að meðfylgjandi mynd, þó nokkuð einfaldara.

Næst á dagskrá er bara að hugsa um hvað ég ætla að búa til næst.

[Myndin en fengin að láni frá heimasíðu Föndru]
Næst á dagskrá er bara að hugsa um hvað ég ætla að búa til næst.
Ummæli