Fara í aðalinnihald

Snjór, snjór, snjór og aftur snjór

Ótrúlegt en satt þá hendi ég inn færslu hérna. Var bara alveg dottin úr blöggstuði og þegar fólk var farið að frétta hina ýmsu hluti um mig á þessari síðu og hætt að nenna að hafa samband og nennti ekki einu sinni að skilja eftir komment þá gafst ég bara upp. Hehehe!!! Kannski ekki alveg rétt, held að aðal ástæðan hafi nú verið leti og svo gerðist greinilega ekkert merkilegt í janúar. 

En núna er kominn snjór og fallegt veður uppá hvern einasta dag, janúar búinn og það er sko farið að vora. Hvað getur maður annað en verið ánægður og blöggað smávegis um það. Ótrúlega gaman að fá allan þennan snjó og ég og einkasonurinn höfum farið ófáar ferðir upp brekkuna sem er nánast inná lóðinni okkar eða svona hér um bil. Ég hef nú aðallega labbað upp og hlaupið niður en einkasonurinn brunar niður, tja hann hefur nú ekki verið frægur fyrir að vera með stórt hjarta (freka frægur fyrir að vera yfirlýsingaglaður) svo að það er nú eins gott að hafa bremsur á snjóþotunni. Bremsurnar voru notaðar svo mikið að í síðust ferð þá brotnuðu þær. Nú er spurning hvort að það gangi að líma brotið eða hvort að maður þurfi að fjárfesta í nýrri þotu. 

En ég barasta eg elska þennan snjó, svona á veðrið að vera. Það eina sem hefur skyggt á er að ég er loksins komin með kvef (gat verið) og hnerra núna teiknimyndahnerrum reglulega á kortersfresti en Pollyanna er ekki langt undan, það gæti verið verra. 

Atsjú!

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Jeijjjj loksins.

Ég get ekki talist til þeirra sem skilja ekki eftir sig spor á síðunni hehehe.

Held að Kristófer Óli þurfi að læra að henda sér af þotunni til að stoppa sig svona í bremsuhallærinu!

Ég hló óstjórnlega mikið um daginn í einni brekkunni þegar stelpuskottan sem ég var að fylgjast með brunaði þráðbeint niður niður niður og öskrin hækkuðu eftir því sem neðar dró. Ferðin endaði á tré en hefði hún farið ögn til vinstri held ég að hún hefði þotið í gegnum gat á limgerðinu og stoppað inni í stofu hjá fólki sem býr við brekku ræturnar.

Bergrún
LBK sagði…
Það er ekki að því að spyrja, minn diggasti lesandi (og líklega eini fyrir utan mig) stendur sig að sjálfsögðu í athugasemdunum. Takk fyrir.

LBK

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Sumarfrí á enda

Kristófer Óli svaf eins og steinn í nýja rúmminu sínu og í herberginu sínu. Held að þetta hafi verið erfiðara fyrir foreldrana en hann. A.m.k. fyrir móður hans sem vaknaði örugglega fjórum sinnum um nóttina til að kíkja á hann. Föðursystir hans Kristófers Óla, sem hann kallar alltaf Göggu hæ kom í dag í heimsókn og fékk Kristófer Óla lánaðan og foreldrarnir tóku til í íbúðinni á meðan. Sér varla högg á vatni. Kristófer Óli var voða monntinn með nýja rúmmið sitt og æstist allur upp þegar hann var að sýna Göggu hæ það. Svo komu amma og afi úr Hörgatúninu með nýja dýnu í rúmmið, gæti ekki verið betra. Nú er bara að kenna drengnum að sofna sjálfum og á kopp og þá er foreldrahlutverkinu lokið, eða hvað? Annars er sumarfrí mitt á enda að þessu sinni, bara vinna á morgun. Dagurinn í dag var því bara í leti og lítið gert annað en að reyna að halda heimilinu í þokkalegu. Ég vinn reyndar ekki alla vikuna þar sem Kristófer litli Óli er að byrja í aðlögun í leikskólanum á morgun og verður það út v...

Sund og grasekkja

Kíkti á nýju sundlaugina í Mosfellsbæ í dag með vinkonu minni og syni hennar og á örugglega eftir að fara þangað aftur. Fínasta aðstaða fyrir barnafólk og fullt af rennibrautum þó svo að einkasonurinn hafi aðeins þorað að fara í þá minnstu sem var í barnalauginn þá grunar mig að það sé ekki langt í það að hann prófi stærri rennibrautir. Annars er ég grasekkja þessa helgina þar sem eiginmaðurinn fór í golfferð sem er reyndar með styttra mót þetta árið. Frétti af honum þar sem hann var nýbúinn að spila 18 holur í grenjandi rigningu.

Laugarvatn

Við fórum á Laugarvatn um helgina í sumarbústað og það var gaman. Eiginmaðurinn fór 18 holur í golfi bæði laugardag og sunnudag og einkasonurinn stundaði heitapottinn grimmt, prófaði minigolf og lét dekra við sig. Frúin á heimilinu fór í sund á Laugarvatni, prófaði minigolf og prjónaði. Nú erum við komin heim í heiðardalinn og alvara lífsins tekur við á morgun. En, æ hvað það er nú gaman að fara aðeins út fyrir borgina og njóta þess sem sveitin hefur uppá að bjóða. Til minnis: Vá hvað himininn og sólarlagið er flott núna. Það er best að búa á Íslandi, kannski ekki í Kópavogi í augnablikinu en það lagast.