Var að koma heim núna (sem er mjög seint svona á laugardagskvöldi fyrir úthverfamömmuna) og auðvitað þurfti ég aðeins að kíkja í tölvuna og hendað hér. Fór í þriðja skiptið í bíó í þessari viku, geri aðrir betur. Jæja, ætli maður fari nokkuð aftur fyrr en eftir einhverja mánuði. Allar myndirnar þrjár voru góðar hver á sinn hátt. Síðasta myndin sem ég sá í bíó þessa vikuna var stórmyndin The Dark Knight en við hjónin fórum saman á bíóstefnumót og sáum skemmtilega mynd. Og já það var líka uppselt á þessa mynd - eins gott að við höfðum vit á að kaupa okkur miða á netinu áður en við lögðum af stað því þegar við komum NB 25 mínútum áður en myndin átti að byrja var uppselt, og já við biðum í röð við innganginn að salnum - 2x í sömu vikunni, geri aðrir betur. En endilega drífið ykkur að sjá myndina með BATMAN!
Kristófer Óli svaf eins og steinn í nýja rúmminu sínu og í herberginu sínu. Held að þetta hafi verið erfiðara fyrir foreldrana en hann. A.m.k. fyrir móður hans sem vaknaði örugglega fjórum sinnum um nóttina til að kíkja á hann. Föðursystir hans Kristófers Óla, sem hann kallar alltaf Göggu hæ kom í dag í heimsókn og fékk Kristófer Óla lánaðan og foreldrarnir tóku til í íbúðinni á meðan. Sér varla högg á vatni. Kristófer Óli var voða monntinn með nýja rúmmið sitt og æstist allur upp þegar hann var að sýna Göggu hæ það. Svo komu amma og afi úr Hörgatúninu með nýja dýnu í rúmmið, gæti ekki verið betra. Nú er bara að kenna drengnum að sofna sjálfum og á kopp og þá er foreldrahlutverkinu lokið, eða hvað? Annars er sumarfrí mitt á enda að þessu sinni, bara vinna á morgun. Dagurinn í dag var því bara í leti og lítið gert annað en að reyna að halda heimilinu í þokkalegu. Ég vinn reyndar ekki alla vikuna þar sem Kristófer litli Óli er að byrja í aðlögun í leikskólanum á morgun og verður það út v...
Ummæli