Ég ákvað að fara frekar út í góða veðrið en í sveittan leikfimissal og tók eina göngu í dalnum. Þar var allt krökkt af fólki sem var labbandi, hlaupandi, hjólandi og á línuskautum. Svo ekki sé talað um þá fjölmörgu hópa sem voru að spila fótbolta, hafnarbolta eða blak. Það er náttúrulega bara gaman að vera til á svona dögum.
Fyrr um daginn fórum við einkasonurinn aftur í Kópavogslaug og hann var farinn að gera sig nokkuð heimakominn þar. Við vorum ekki einu sinni búinn að fara úr skónum heldur stóðum fyrir utan klefann þar sem skótauið er geymt þegar minn maður bara girti niður um sig, já hann var að fara í sund og að drífa sig úr fötunum og það strax.
Baráttukveðjur til þeirra sem voru í þessari vél, grunar að þetta hafi ekki verið skemmtilegt.
Fyrr um daginn fórum við einkasonurinn aftur í Kópavogslaug og hann var farinn að gera sig nokkuð heimakominn þar. Við vorum ekki einu sinni búinn að fara úr skónum heldur stóðum fyrir utan klefann þar sem skótauið er geymt þegar minn maður bara girti niður um sig, já hann var að fara í sund og að drífa sig úr fötunum og það strax.
Baráttukveðjur til þeirra sem voru í þessari vél, grunar að þetta hafi ekki verið skemmtilegt.
Ummæli