Fara í aðalinnihald

Gleðilegt nýtt ár og áramótaheit

Ég hef lengið undir feld til að hugsa hvernig ég ætti að gera upp árið og komst að þeirri niðurstöðu að það hentaði mér best að gera það með myndum. Ákvað að skrifa ekki neitt fyrr en það væri tilbúið en stóðst þó ekki mátið í gær að setja inn eitt heilræði til að minna mig á það einhvern tíma seinna.

Við fjölskyldan óskum öllum gleðilegs nýs árs og þakka kærlega fyrir allt sem liðið er með Krónikunni árið 2007. Mæli með að kveikt sé á hátölurunum og ef þú skoðar þetta og endilega skilja eftir skilaboð þar sem ég var alveg heillengi að búa þetta til.



Ég nú ekkert voðalega dugleg við að setja áramótaheit og hvað þá standa við þau. Ég valdi því bara að gera eitt áramótaheit og það var að reyna að koma með nesti að heiman í hádeginu en ekki kaupa alltaf eitthvað í Hagkaup. Skemmst er frá því að segja að ég fór í Hagkaup í hádeginu í dag. Jæja, ég er búinn að búa mér til nesti fyrir morgundaginn þannig að ekki er öll von úti.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Þetta er stórskemmtilegt uppgjör ársins 2007. Skil vel að þetta hafi tekið sinn tíma en líklegast hefur verið mjög gaman að fara í gegnum myndir ársins til að finna þessi highlights! Skora á þig að gera nú svona fyrir hvert árið á fætur öðru og þá verður sko fjör í ellinni að fara yfir farinn veg :-)
Bestu kveðjur
Bergrún
LBK sagði…
Takk fyrir kommentið, þetta er ágætis hugmynd. Þú ert greinilega sú eina sem lest skilaboðin nákvæmlega þar sem ég bað alla um skilaboð eftir þessa skemmtilegu en efiðis vinnu. Eða kannski ert þú sú eina sem les þessa síðu, tja fyrir utan mig. Það er svo sem ekkert verra enda er þessi síða fyrst og fremst hugsðu sem dagbók fyrir mig.

Nýjárskveðja, Lilja Bjarklind
Nafnlaus sagði…
Nei ég kíki nú stundum þó ég sé löt að kvitta
staðfest núna kvittíkvitt
IS
btw: frábært uppgjör ársins

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Sumarfrí á enda

Kristófer Óli svaf eins og steinn í nýja rúmminu sínu og í herberginu sínu. Held að þetta hafi verið erfiðara fyrir foreldrana en hann. A.m.k. fyrir móður hans sem vaknaði örugglega fjórum sinnum um nóttina til að kíkja á hann. Föðursystir hans Kristófers Óla, sem hann kallar alltaf Göggu hæ kom í dag í heimsókn og fékk Kristófer Óla lánaðan og foreldrarnir tóku til í íbúðinni á meðan. Sér varla högg á vatni. Kristófer Óli var voða monntinn með nýja rúmmið sitt og æstist allur upp þegar hann var að sýna Göggu hæ það. Svo komu amma og afi úr Hörgatúninu með nýja dýnu í rúmmið, gæti ekki verið betra. Nú er bara að kenna drengnum að sofna sjálfum og á kopp og þá er foreldrahlutverkinu lokið, eða hvað? Annars er sumarfrí mitt á enda að þessu sinni, bara vinna á morgun. Dagurinn í dag var því bara í leti og lítið gert annað en að reyna að halda heimilinu í þokkalegu. Ég vinn reyndar ekki alla vikuna þar sem Kristófer litli Óli er að byrja í aðlögun í leikskólanum á morgun og verður það út v...

Sund og grasekkja

Kíkti á nýju sundlaugina í Mosfellsbæ í dag með vinkonu minni og syni hennar og á örugglega eftir að fara þangað aftur. Fínasta aðstaða fyrir barnafólk og fullt af rennibrautum þó svo að einkasonurinn hafi aðeins þorað að fara í þá minnstu sem var í barnalauginn þá grunar mig að það sé ekki langt í það að hann prófi stærri rennibrautir. Annars er ég grasekkja þessa helgina þar sem eiginmaðurinn fór í golfferð sem er reyndar með styttra mót þetta árið. Frétti af honum þar sem hann var nýbúinn að spila 18 holur í grenjandi rigningu.

Laugarvatn

Við fórum á Laugarvatn um helgina í sumarbústað og það var gaman. Eiginmaðurinn fór 18 holur í golfi bæði laugardag og sunnudag og einkasonurinn stundaði heitapottinn grimmt, prófaði minigolf og lét dekra við sig. Frúin á heimilinu fór í sund á Laugarvatni, prófaði minigolf og prjónaði. Nú erum við komin heim í heiðardalinn og alvara lífsins tekur við á morgun. En, æ hvað það er nú gaman að fara aðeins út fyrir borgina og njóta þess sem sveitin hefur uppá að bjóða. Til minnis: Vá hvað himininn og sólarlagið er flott núna. Það er best að búa á Íslandi, kannski ekki í Kópavogi í augnablikinu en það lagast.