Eiginmaðurinn byrjaði að hlaupa í apríl ásamt systur sinni og er núna kominn með hlaupabakteríuna. Þau fara þrisvar sinnum út að hlaupa í viku og hafa varla misst úr tíma. Ég er auðvitað rosalega stollt af eiginmanninum, nú er víst stefnan tekinn á hálfmaraþon í Reykjarvíkurmaraþoninu í ágúst. Ég verð sko í klappliðinu. Það er ekki frá því að maður smitist aðeins og ætli það endi ekki bara með að ég fari sjálf út að hlaupa. Stefnan hjá mér er hinsvegar skemmtiskokk, en einhvers staðar verður maður að byrja.
Kristófer Óli svaf eins og steinn í nýja rúmminu sínu og í herberginu sínu. Held að þetta hafi verið erfiðara fyrir foreldrana en hann. A.m.k. fyrir móður hans sem vaknaði örugglega fjórum sinnum um nóttina til að kíkja á hann. Föðursystir hans Kristófers Óla, sem hann kallar alltaf Göggu hæ kom í dag í heimsókn og fékk Kristófer Óla lánaðan og foreldrarnir tóku til í íbúðinni á meðan. Sér varla högg á vatni. Kristófer Óli var voða monntinn með nýja rúmmið sitt og æstist allur upp þegar hann var að sýna Göggu hæ það. Svo komu amma og afi úr Hörgatúninu með nýja dýnu í rúmmið, gæti ekki verið betra. Nú er bara að kenna drengnum að sofna sjálfum og á kopp og þá er foreldrahlutverkinu lokið, eða hvað? Annars er sumarfrí mitt á enda að þessu sinni, bara vinna á morgun. Dagurinn í dag var því bara í leti og lítið gert annað en að reyna að halda heimilinu í þokkalegu. Ég vinn reyndar ekki alla vikuna þar sem Kristófer litli Óli er að byrja í aðlögun í leikskólanum á morgun og verður það út v...
Ummæli
En nú á ég ekki gott með að hlaupa svo ég labba bara hratt.
Svo er líka svo gaman að hafa einhvern til að keppa við.
Allt gott að frétta úr hveró mætti fara að stitta upp svo ég komist út með þessa krakka út áður en ég verð geðveik.
Annars er ég að fá fullt af gestum sem verða yfir helgina vinkona mín og strákarnir hennar 3. Nóg að gera hjá mér.
Kveðja til þín og duglega mannsins þíns. Magga í Hveró