Fara í aðalinnihald

Munnræpa

Orðaforði einkasonarins eykst dag frá degi og ótrúlega mörg fyndin skot koma frá honum á hverjum degi enda drengurinn sítalandi með algjöra munnræpu. Öll orðin eru nú ekki ennþá skiljanleg fyrir alla en það lagast dag frá degi. Með þessu áframhaldi verður drengurinn orðinn nánast altalandi tveggja ára. Maður fattar það ekki alltaf að hann skilur nánast allt sem sagt er við hann og verða foreldrarnir að passa sig að segja ekki einhver óæskileg orð þar sem hann hermir eftir öllu sem sagt er núna.
Í dag vorum við að fara í Garðabæinn til ömmu og afa að fá okkur Dominos pizzu með þeim. Kristófer situr í aftursætinu og segir, koma ömmu. Heim ömmu. Ég segi já við erum að fara heim til ömmu. Drengurinn svarar í aftursætinu, okey!!! Kristófer smakkaði í fyrsta skipti Dominos pizzu og borðaði næstum því tvær sneiðar.
Bílar eru ennþá eitt aðaláhugamálið og á leiðinni heim sáum við steypubíl og Kristófer Óli sagði deypubrri. Foreldarnir minntust ekki þess að hafa kennt honum þetta orð en hann var greinilega búinn að læra þetta enda er hann sérstaklega fljótur að læra orð sem tengjast bílum.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Sumarfrí á enda

Kristófer Óli svaf eins og steinn í nýja rúmminu sínu og í herberginu sínu. Held að þetta hafi verið erfiðara fyrir foreldrana en hann. A.m.k. fyrir móður hans sem vaknaði örugglega fjórum sinnum um nóttina til að kíkja á hann. Föðursystir hans Kristófers Óla, sem hann kallar alltaf Göggu hæ kom í dag í heimsókn og fékk Kristófer Óla lánaðan og foreldrarnir tóku til í íbúðinni á meðan. Sér varla högg á vatni. Kristófer Óli var voða monntinn með nýja rúmmið sitt og æstist allur upp þegar hann var að sýna Göggu hæ það. Svo komu amma og afi úr Hörgatúninu með nýja dýnu í rúmmið, gæti ekki verið betra. Nú er bara að kenna drengnum að sofna sjálfum og á kopp og þá er foreldrahlutverkinu lokið, eða hvað? Annars er sumarfrí mitt á enda að þessu sinni, bara vinna á morgun. Dagurinn í dag var því bara í leti og lítið gert annað en að reyna að halda heimilinu í þokkalegu. Ég vinn reyndar ekki alla vikuna þar sem Kristófer litli Óli er að byrja í aðlögun í leikskólanum á morgun og verður það út v...

Sund og grasekkja

Kíkti á nýju sundlaugina í Mosfellsbæ í dag með vinkonu minni og syni hennar og á örugglega eftir að fara þangað aftur. Fínasta aðstaða fyrir barnafólk og fullt af rennibrautum þó svo að einkasonurinn hafi aðeins þorað að fara í þá minnstu sem var í barnalauginn þá grunar mig að það sé ekki langt í það að hann prófi stærri rennibrautir. Annars er ég grasekkja þessa helgina þar sem eiginmaðurinn fór í golfferð sem er reyndar með styttra mót þetta árið. Frétti af honum þar sem hann var nýbúinn að spila 18 holur í grenjandi rigningu.

Tölvumál

Búið að vera brjálað að gera í vinnunni en það er nú líka bara skemmtilegt. Maður gerir þó ekki mikið á meðan en fara í vinnuna og heim aftur, a.m.k. í þessu ásigkomulagi. Komin 30 vikur núna um helgina og 10-12 vikur eftir og ég ekki byrjuð á neinu til að undir búa komu lille baby! Mig langar í nýja tölvu. Okkar tölva er að verða 5 ára gömul og gengur frekar hægt. Þarf að ýta 10x á R á lyklaborðinu til að fá hann fram og stafurinn er dottin af. Það er nú ekki svo sjaldan sem maður notar rrrrrr. Væri betra ef það væri Z. En ég var að spá í hvort að maður ætti að skipta yfir í Macintosh tölvu! http://epli.is/vorur/fartolvur/macbook/ eða bara halda áfram að skrifa sem minnst á tölvuna og láta sig hafa það að bíða og bíða á meðan maður er á netinu. En ég er að verða brjáluð á þessu rrrrrrrrrrrrrr veseni.