Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2010

Marsmánuður

Mars að verða búinn og það eru að koma páskar. Þetta líður bara alltof hratt. 18. mars var haldið uppá 250 ára afmæli í vinnunni minni. Byrjaði á Bessastöðum, fórum síðan upp í Nesstofu, á Hótel Sögu og endaði með málþingi í hátíðarsal HÍ. Skemmtilegur dagur og svo er bara spurning hvort að þetta verði síðasta árið enda á að sameina á næsta ári. Ég er búinn að vera í meðgögnusundi á Hrafnistu síðustu tvo mánuði og er nokkuð ánægð með það. Finn a.m.k mun á mér þegar ég kemst ekki.

Tölvumál

Búið að vera brjálað að gera í vinnunni en það er nú líka bara skemmtilegt. Maður gerir þó ekki mikið á meðan en fara í vinnuna og heim aftur, a.m.k. í þessu ásigkomulagi. Komin 30 vikur núna um helgina og 10-12 vikur eftir og ég ekki byrjuð á neinu til að undir búa komu lille baby! Mig langar í nýja tölvu. Okkar tölva er að verða 5 ára gömul og gengur frekar hægt. Þarf að ýta 10x á R á lyklaborðinu til að fá hann fram og stafurinn er dottin af. Það er nú ekki svo sjaldan sem maður notar rrrrrr. Væri betra ef það væri Z. En ég var að spá í hvort að maður ætti að skipta yfir í Macintosh tölvu! http://epli.is/vorur/fartolvur/macbook/ eða bara halda áfram að skrifa sem minnst á tölvuna og láta sig hafa það að bíða og bíða á meðan maður er á netinu. En ég er að verða brjáluð á þessu rrrrrrrrrrrrrr veseni.