Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá júní, 2006

Sommertid

Loksins er sumarið komið á Íslandi. Við höfum þurft að bíða lengi eftir því síðustu vikurnar og jafnvel mánuði en þessi helgi var sko sumarleg. Litla fjölskyldan gerði nú kannski ekkert voðalega merkilegt en hvið höfðum það bara næs og nutum þess að vera til og vera saman. Fór í Smáralindina með Nínu Brá vinkonu í dag og henni tókst að finna sér tvær gallabuxur. Ég mátaði fullt af bolum en keypti reyndar ekki neitt. Við fjölskyldan fórum svo í Húsgagnahöllina og þar í Intersport . Þar keyptum við nýja strigaskó handa Kristófer Óla og nýtt höfuðfat einnig handa einkasyninum, svokallað buff. Ég fór svo út að borða með vinnufélögum mínum á sviðinu í síðustu viku. Það var mjög skemmtilegt og bentir manni á að maður á að gera eitthvað meira en vinna, borða og sofa - líka á virku dögunum. Jæja, eiginmaður minn er að grilla svínakjöt handa okkur og það er víst að verða tilbúð. Best að drífa sig.